Þróun sjálfbærs samfélags í Hrísey

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 18:42:53 (7857)

2001-05-15 18:42:53# 126. lþ. 123.24 fundur 17. mál: #A þróun sjálfbærs samfélags í Hrísey# þál., Frsm. HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[18:42]

Frsm. iðnn. (Hjálmar Árnason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. iðnn. um till. til þál. um atvinnuuppbyggingu og þróun sjálfbærs samfélags í Hrísey, á þskj. 1203.

Tillögugreinin miðar að því að efla atvinnuuppbyggingu í Hrísey og þróun sjálfbærs sam félags á eynni í anda Staðardagskrár 21.

Nefndin fjallaði um málið og skoðaði vel umsagnir sem bárust og í grg. með tillögunni er fjallað um og bent á ýmis úrræði til að ná því markmiði sem tillagan gerir ráð fyrir. Nefndarmenn voru ekki sammála öllum þeim atriðum sem þar er bent á en eftir að hafa fjallað ítarlega um málið varð nefndin einhuga um að vísa því til hæstv. ríkisstjórnar.