Orð sjávarútvegsráðherra

Miðvikudaginn 16. maí 2001, kl. 10:23:19 (7878)

2001-05-16 10:23:19# 126. lþ. 124.94 fundur 555#B orð sjávarútvegsráðherra# (um fundarstjórn), sjútvrh. (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 126. lþ.

[10:23]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen):

Herra forseti. Það er auðvitað skylda þeirra sem vitna í orð annarra að þeir vitni rétt í þau og láti þau koma fram þá í heilu lagi, en taki þau ekki úr samhengi. Þegar þessi orð féllu var verið að tala um þau í því samhengi að Sjómannasambandið í heilu lagi og Framanna- og fiskimannasambandið aflýstu verkfallinu, það mun hv. þm. sjá í þeim texta sem verið er að vísa til í þessu og þá getur hún séð að þetta er í engu samhengi við það sem hún er að reyna að halda fram.

Og eins og ég sagði áðan, sjómannaforustan áttar sig á því að breytt staða í þessum efnum kallar á breytta afstöðu í þessu máli. Hv. þm. gera það ekki, en það er þeirra mál.