Kjaramál fiskimanna og fleira

Miðvikudaginn 16. maí 2001, kl. 14:49:54 (7904)

2001-05-16 14:49:54# 126. lþ. 125.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 126. lþ.

[14:49]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það verði að taka þetta svar þannig, þó það hafi kannski ekki verið mjög skýrt, að stjórnvöld hafi spurt Landssamband ísl. útvegsmanna að því hvort þeir ætluðu að halda áfram verkbönnunum út í eitt þó svo að verkföllum hafi verið aflýst og niðurstaðan hafi verið sú að svo hafi átt að verða. Þess vegna eru mál þannig á hv. Alþingi að Landssamband ísl. útvegsmanna er að knýja fram lagasetningu á grundvelli verkbanna sinna eftir að verkföllum hefur verið aflýst.

Það er eins gott að þjóðin geri sér grein fyrir því hvað er hér á ferðinni. Það er verið að þjóna undir Landssamband ísl. útvegsmanna með lagasetningu á Alþingi.