Kjaramál fiskimanna og fleira

Miðvikudaginn 16. maí 2001, kl. 17:34:48 (7926)

2001-05-16 17:34:48# 126. lþ. 125.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 126. lþ.

[17:34]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Hér er meiri hlutinn á Alþingi að setja þá sem aldrei boðuðu verkfall og þá sem aflétt hafa verkfalli í góðri trú vegna orða hæstv. sjútvrh. undir svokallaðan gerðardóm sem byggja mun á illræmdum vélstjórasamningi, samningi sem einungis 163 menn vilja una af þeim 6 þús. sjómönnum sem við það ástand verða þó að búa. Ég mótmæli þessu harðlega, herra forseti, og segi nei.