Kjaramál fiskimanna og fleira

Miðvikudaginn 16. maí 2001, kl. 17:38:51 (7929)

2001-05-16 17:38:51# 126. lþ. 125.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 126. lþ.

[17:38]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Sú aðgerð sem menn eru að fremja hérna sýnir að útgerðarmenn hafa enn þá sjálfsafgreiðslu í sjútvrn. Ég get ekki stutt það. Hér er verið að setja lög sem moka burt rétti heillar starfsstéttar til að grípa til vinnustöðvunar til þess að styðja kröfur um bætt lífskjör. Ég get ekki stutt það. Hér er jafnvel verið að svipta félög sem ekki hafa boðað vinnustöðvun eða hafa aflýst vinnustöðvun, rétti sínum til þess að grípa til verkfalla. Ég get ekki stutt það. Hér er verið að brjóta mannréttindi. Ég get ekki stutt það.

Verkfallsvopnið er helgasti réttur launafólks. Hér er verið að mölva það. Ég get ekki stutt það. Ég segi nei.