Kjaramál fiskimanna og fleira

Miðvikudaginn 16. maí 2001, kl. 17:44:03 (7934)

2001-05-16 17:44:03# 126. lþ. 125.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, JÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 126. lþ.

[17:44]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Hér er ekki verið að beita lágmarksinngripi til þess að leysa úr vandamálum. Hér á að skipa öllum kjörum sjómanna með gerðardómi. Hér á að koma á nýju landssambandsverði á fiski. Ástæðan virðist vera sú að LÍÚ vill þetta og LÍÚ beitir verkbönnum til að fá vilja sinn fram. Það er gjörsamlega fráleitt af hv. Alþingi að setja lög með þessum hætti og taka réttindi af borgurum eins og hér er gert og ganga svona langt í því. Ég segi nei.