Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 12:09:12 (7980)

2001-05-17 12:09:12# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[12:09]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Lúðvík Bergvinsson talar um það í ræðum sínum að halda eigi eftir grunnneti Landssímans. Hann margítrekar og undirstrikar þetta. En það væri þá það sem enginn annar hefur gert þegar verið er að einkavæða símafyrirtæki. Samt sem áður segir hér á bls. 4, með leyfi hæstv. forseta, að 1. minni hluti samgn. telji að það eigi að selja grunnnetið frá fyrirtækinu áður. Og hverjum má selja grunnnetið? Það stendur hér í nefndarálitinu. Hverjum má selja grunnnetið áður en við göngum til þess að selja símann að öðru leyti? Ætti að selja það öðrum símafyrirtækjum? Hver mætti kaupa? Hver er afstaða Samfylkingarinnar í raun og veru til þessa máls? Hér eru tvenns konar skoðanir uppi. Hv. þm. þarf að lesa sér til. Ég sé það. En þetta stendur svart á hvítu í nefndarálitinu.