Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 15:02:26 (7990)

2001-05-17 15:02:26# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[15:02]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég varaði við Microsoft-ástandinu. Enn vitna ég í 50 mínútna langa ræðu mína. Niðurstaða hennar var ósköp skýr. Hér er ekki það ástand sem skapar þörf fyrir slíkan ótta. Þegar menn setja sig niður til þess að skilgreina ástandið, fara yfir það og komast að niðurstöðu þá er það bara ósköp ljós og skýr niðurstaða að það er ekki til staðar. Það rakti ég áðan. Þess vegna er óhætt að selja Landssímann.

Hv. þm. hefur hins vegar ekki enn getað komist að þeirri niðurstöðu að samkeppnisumhverfið sé eðlilegt og heilbrigt. Reyndar kom fram í spurningu hans örlítil vanþekking á einmitt þessum fjarskiptamarkaði. Með tilskipuninni sem hér hefur verið svo oft til umræðu þarf ekki að grafa nýja heimtaug, herra forseti, heldur er samkeppnisfyrirtækjum hleypt inn á þá taug sem til ... (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Með því að hleypa þeim inn á grunnnetið, inn á heimtaugina þá er samkeppni inn á því kerfi sem til staðar er. Þingmaðurinn þarf að kynna sér (Forseti hringir.) betur forsendur.