Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 15:08:41 (7994)

2001-05-17 15:08:41# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[15:08]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Enn hamast þingmaður í málefnum. Ég er farinn að efast um að hv. þm. skilji málið. Ég skal með glöðu geði setjast niður með honum og útskýra í hverju ATM-tæknin felst. (Gripið fram í.) Ég vil þar að auki benda hv. þm. á (Gripið fram í.) að hann er að lýsa núverandi ástandi. Ástandið er svona og það er alveg hárrétt. En við erum að tala um að við sölu Landssímans sé meiningin að nota hluta af andvirðinu til þess að ljúka við að ganga frá netinu af því það er ekki nógu gott í dag. Um það erum við sammála. Við erum að flýta því með þessu (Gripið fram í.) ef hv. þm. skilur það. (Gripið fram í.) Og með ATM-kerfinu mun þessi þjónusta verða á sama hraða og þar að auki á sambærilegu verði. Enn skora ég á hv. þingmenn Samfylkingarinnar að taka þátt í þeirri vinnu sem við munum láta fara fram til þess að verðið verði það sama um allt land. Það er eins og hv. þm. skilji það ekki í viðleitni sinni að vera eilíflega að snúa út úr í stað þess að fjalla um málið faglega.

(Forseti (GuðjG): Þegar ræðutíminn er aðeins ein mínúta verða hv. ræðumenn að fá að tala í friði. Forseti biður salinn að virða það og vera ekki sígjammandi fram í hjá ræðumönnum.)