Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 15:10:13 (7995)

2001-05-17 15:10:13# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[15:10]

Frsm. 2. minni hluta samgn. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Talsmaður Framsfl. í einkavæðingu og sölu á almannaþjónustu hefur flutt mikla ræðu sem að mestu leyti var varnarræða um það hvernig mætti verja þjónustuna úti um land eftir að af sölu hefur orðið. Það er dapurlegt hlutskipti, herra forseti.

Salan er í sjálfu sér mál og verðmæti hennar. Því vil ég leyfa mér að spyrja hvort hv. þm. og talsmaður Framsfl. geti sagt mér hvað sé áætlað verð á Landssímanum. Hvaða verð er sett á hann núna og hvað þarf að gefa mikinn afslátt af því verði til þess að einhverjir vilji kaupa hlutabréfin? Mér finnst það skipta afar miklu máli í umræðunni um peningamálin hvað við erum að tala um.