Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 21:08:37 (8029)

2001-05-17 21:08:37# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[21:08]

Frsm. 2. minni hluta samgn. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. var sömu skoðunar og ég með að það yrði að liggja ljósar fyrir hvenær ríkið ætlaði sér að selja hin 51%. Ég heyri að hv. þm. Þorgerður K. Gunnarsdóttir var ekki sátt við þá einu og afmörkuðu yfirlýsingu sem hæstv. utanrrh. hafði gefið um að þau yrðu ekki seld á næstu mánuðum eða missirum. Það kom skýrt fram í nefndinni að það var heldur ekki talið fullnægjandi svar.

Mun hv. þm. ganga eftir því við samstarfsflokk sinn að koma þessum málum á hreint? Á að selja þessi 51% núna á næstu dögum eða næstu árum eða verður ekkert gert í því um ótiltekinn tíma, um ákveðinn tíma, við skulum segja fimm ár? Ég er alveg sammála hv. þm. um að þetta er allt of óljóst.