Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 21:13:38 (8034)

2001-05-17 21:13:38# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[21:13]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég ítreka að meginástæða sölunnar að mínu mati er að salan er mjög þjóðhagslega hagkvæm og kemur til með að styrkja og efla efnahagslífið í landinu og til hagsbóta fyrir almenning allan.

Varðandi hitt atriðið ... (KLM: 85% markaðshlutdeild.) Já, við sjáum það og ég benti á það að við sjáum hér heilbrigða samkeppni. Vissulega er samkeppni á Íslandi og eins er upplýsingatækniiðnaðurinn að slíta barnsskónum. En við sjáum merki um heilbrigða og öfluga samkeppni. Hún verður enn þá öflugri með því að við samþykkjum það frv. sem hér liggur fyrir og með því að efla Póst- og fjarskiptastofnun, Samkeppnisstofnun til að veita neytendum þær upplýsingar að þeir veiti þessum fyrirtækjum aðhald.