Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 21:19:43 (8039)

2001-05-17 21:19:43# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[21:19]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi það sem hv. þm. Margrét Frímannsdóttir kom inn á þá stendur skýrt og klárt í lögum að þessa þjónustu eigi að veita, ISDN-þjónustu eigi að veita. Þetta er alþjónustukvöð og þetta ber að veita í landinu. Svo einfalt er það. Það verður þá að fylgja því eftir ef svo er ekki. (Gripið fram í.)

Aftur á móti vil ég koma inn á og ítreka að ég tel að það skipti mjög mikli máli að uppbygging grunnnetsins verði ekki skilin frá þörfum og kröfum neytenda.