Vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 15:16:34 (8126)

2001-05-18 15:16:34# 126. lþ. 128.6 fundur 669. mál: #A vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.# (bifreiðar til ökukennslu o.fl.) frv. 56/2001, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[15:16]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir brtt. frá efh.- og viðskn. við frv. til laga um breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum. Það sem málið snýst um, virðulegi forseti, er að bæta því inn að ökuskólar sem eiga bíla sem notaðir eru til ökukennslu, geti notið samsvarandi hlunninda og einstaklingar sem eiga bíla sem notaðir eru til ökukennslu. Um þetta snýst málið, hæstv. forseti. Enn fremur er gert ráð fyrir því að gildistími þessara laga verði 1. júlí 2001. Ástæðan fyrir því að gerð er tillaga til breytinga á gildistökunni er sú að þá gefst ráðuneytinu tóm til þess að setja reglugerð um framkvæmd laganna.