Vextir og verðtrygging

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 18:06:25 (8164)

2001-05-18 18:06:25# 126. lþ. 128.12 fundur 566. mál: #A vextir og verðtrygging# (heildarlög) frv. 38/2001, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[18:06]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er ekki mikið um þetta að segja. Hitt vil ég þó segja að það er náttúrlega ofur eðlilegt að verðtryggð lán séu á lægri vöxtum en óverðtryggð. Hví skyldi það vera? Vegna þess að verðtryggð lán hafa ekki þá áhættu innifalda sem verðbólguþróunin er. Menn eru tryggðir fyrir þeirri áhættu og það er ekkert óeðlilegt ef menn taka minni áhættu að vextirnir séu lægri. Það er bara eðlilegt á þessum markaði og því algjörlega ástæðulaust að elta ólar við slíka hluti.

Hins vegar hefur það æxlast þannig hér að þetta bil milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána hefur nánast haldist. Menn hafa litið nánast á að verðtryggð lán séu botninn og óverðtryggð lán hafa verið þetta 1,5--2 og jafnvel fleiri prósentum hærri að jafnaði, þ.e. ef tekin er fasta verðprósentan og verðbólgan ofan á versus óverðtryggðu lánin. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt ef menn taka minni áhættu að verðtryggðu lánin séu á lægri vöxtum.