Opinber innkaup

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 20:27:40 (8191)

2001-05-18 20:27:40# 126. lþ. 128.14 fundur 670. mál: #A opinber innkaup# (heildarlög, EES-reglur) frv. 94/2001, ÖJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[20:27]

Ögmundur Jónasson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa óskað eftir því að þessu frv. verði vísað til ríkisstjórnarinnar, þar tekið til nánari skoðunar og gangi síðan aftur til efh.- og viðskn. þingsins. Nefndinni bárust ýmsar misvísandi upplýsingar. Frv. er að mörgu leyti ágætlega unnið, en þarf einfaldlega að skoðast betur. Ég ítreka að við sitjum hjá við afgreiðslu málsins, ekki vegna þess að við séum á móti öllum efnisþáttum þess, síður en svo, en við teljum að frv. þurfi nánari skoðunar við.