Skipan opinberra framkvæmda

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 20:43:49 (8199)

2001-05-18 20:43:49# 126. lþ. 128.15 fundur 671. mál: #A skipan opinberra framkvæmda# (heildarlög) frv. 84/2001, ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[20:43]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Það lagafrv. sem hér er til umræðu er nátengt því frv. sem við ræddum áður en hlé var gert á fundinum kl. 19.30 um opinber innkaup.

Ég kveð mér hljóðs til þess eins að taka undir orð hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur sem ásamt mér og hv. þm. Margréti Frímannsdóttur, minni hluta í efh.- og viðskn. þingsins, hefur lagt til að þessum frv. báðum verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Við höfum gert grein fyrir því að við erum ekki andvíg öllum efnisþáttum þessara frv. nema síður sé. Við kunnum að hafa athugasemdir við einstaka efnisþætti. En eitt erum við sammála um, að þessi frv. þurfa að komast til frekari skoðunar. Það þarf að leita álits ýmissa aðila sem ekki hafa tjáð sig um efni þessara frv. og þeir sem fengu þau í hendur fengu mjög skamman tíma og fundu að því við efh.- og viðskn. þingsins. Ég legg því áherslu á að þessum frv. báðum verði vísað til ríkisstjórnarinnar og þau komi að nýju til afgreiðslu og umfjöllunar á Alþingi í haust.