Orð forseta um Samkeppnisstofnun

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 10:11:42 (8266)

2001-05-19 10:11:42# 126. lþ. 129.92 fundur 570#B orð forseta um Samkeppnisstofnun# (aths. um störf þingsins), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[10:11]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég vil að það komi fram að ég er sammála forseta um að þetta atvik varði ekki virðingu Alþingis og tek fram í því sambandi að ekki er um þingskjal að ræða í þessu tilfelli heldur skýrslu. Hins vegar þótti mér leitt að ekki skyldi vera hægt að dreifa henni fyrr á hv. Alþingi og hef beðist velvirðingar á því.

Ég skal hins vegar bæta því við að mér líkaði frekar illa að heyra hæstv. forseta láta þessi orð falla í gærkvöld en ég fyrirgef honum vegna þess að það er oft þannig að kvöldlagi að það er galsi í þingsalnum og ég skil orð hans í því samhengi.