Orð forseta um Samkeppnisstofnun

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 10:14:42 (8270)

2001-05-19 10:14:42# 126. lþ. 129.92 fundur 570#B orð forseta um Samkeppnisstofnun# (aths. um störf þingsins), ÖS
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[10:14]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Ég vil sökum þeirrar fyrirspurnar sem hv. þm. Sverrir Hermannsson beinir til þingsins taka mér það bessaleyfi að svara fyrir hönd þingsins að ég held að svo hafi verið í þetta skiptið.

Herra forseti. Þetta mál er í reynd fullrætt. Hæstv. viðskrh. hefur komið hingað og lýst því yfir fyrir hönd stofnunar sinnar að henni hafi ekki fallið vel að heyra þessi orð. Herra forseti hefur lýst því yfir að hann hafi ekki ætlað sér að meiða stofnunina með þessum orðum. Það var það sem ég innti eftir í upphafi. Ég lít því svo á að þó að hér sé ekki um fullgilda afsökunarbeiðni að ræða sé þetta mál að fullu tæmt af hálfu forseta.