Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 14:40:49 (8330)

2001-05-19 14:40:49# 126. lþ. 129.38 fundur 732. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (grunnlífeyrir, tekjutryggingarauki, frítekjumark o.fl.) frv. 93/2001, Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[14:40]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Það er rétt sem fram kemur hjá hv. þm. að nokkur óvissa er um framgang mála á þessum fundi. Það mun reyndar skýrast fljótlega. Það er ágætisábending að gera hlé á fundinum einhvern tíma dagsins og halda fund með þingflokksformönnum. Forseti Alþingis er þessa stundina að yfirfara málin og leggja línurnar. Þau skilaboð sem mér hafa borist eru að næst verði tekin fyrir (ÖJ: Eru fleiri á þeim fundi?) 17. og 18. dagskrármál og svo skýrist framhaldið. En ég á von á að forseti muni halda fund með þingflokksformönnum innan ekki langs tíma.