Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 14:42:20 (8332)

2001-05-19 14:42:20# 126. lþ. 129.38 fundur 732. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (grunnlífeyrir, tekjutryggingarauki, frítekjumark o.fl.) frv. 93/2001, LB (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[14:42]

Lúðvík Bergvinsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við höfum fundað nokkuð stíft alla þessa viku, m.a. fundað fimm kvöld í röð sem er næsta óþekkt. Og nú erum við hér að funda á laugardegi.

Það er ekkert óeðlilegt að menn spyrji hvað valdi því að Alþingi skuli vinna með þessum hætti. Hvað gerir það að verkum að hér á laugardegi skuli vera ætlunin eða hugmyndin að afgreiða 53 mál á einum og sama deginum, á einum og sama fundinum? Ég held, virðulegi forseti, að nú sé kannski lag til þess að við færum a.m.k. að láta svo líta út að eitthvert skipulag sé á þessari stofnun, að einhver vitiborin hugsun sé í þessari stofnun og við förum að hægja för, fresta þessum fundi í dag og koma hér aftur saman á mánudaginn. Hvaða skynsemi er í því að halda hér áfram og reyna að klára 53 mál?

Virðulegi forseti. Við verðum að halda reisn okkar gagnvart almenningi í landinu.

(Forseti (GuðjG): Forseti telur að Alþingi haldi bærilega reisn sinni þó að það fundi á laugardegi. Stór hluti þjóðarinnar vinnur gjarnan á laugardögum og þarf ekki að vorkenna okkur neitt yfir því.)