Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 14:50:59 (8338)

2001-05-19 14:50:59# 126. lþ. 129.38 fundur 732. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (grunnlífeyrir, tekjutryggingarauki, frítekjumark o.fl.) frv. 93/2001, KLM (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[14:50]

Kristján L. Möller (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er bara rétt um vinnubrögðin hér. Ég tók eftir því áðan að menn eru að bíða eftir málum sínum úr nefndum. Það hefur verið nefnt að stoppa þyrfti Landssímann af og annað mál frá samgn. um áhafnir skipa. Og síðan upplýsti hæstv. forseti sem situr í forsetastóli að aðalforsetinn væri á fundi til að ræða frekara framhaldið. Nú sé ég að aðalforseti þingsins er kominn í salinn og hann hefur boðað það að tölvuheila þurfi til að fylgjast með. Ég mundi vilja óska þess, starfandi forseti, fundarstjóri, að við hættum þessari umræðu um fundarstjórn forseta og fengjum tölvuheilann til að sjá hvert verður framhaldið.

(Forseti (GuðjG): Ég sagði reyndar ekki að forseti Alþingis væri á fundi, ég sagði að hann væri að skoða málið.)