Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 15:54:10 (8351)

2001-05-19 15:54:10# 126. lþ. 129.38 fundur 732. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (grunnlífeyrir, tekjutryggingarauki, frítekjumark o.fl.) frv. 93/2001, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[15:54]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi hækkanir umfram það sem hér kveður á um til ákveðinna hópa þá eru ekki áform uppi á þessari stundu um frekari hækkanir. Eins og fram hefur komið er slakað á skerðingu vegna atvinnutekna þannig að það horfir í rétta átt.

Varðandi síðan uppreikning í tengslum við launaþróun almennt þá endurtek ég það sem ég hef áður sagt um það efni, að sá uppreikningur fer fram við gerð fjárlaga hverju sinni og ekki liggur fyrir á þessari stundu hverjar þær upphæðir eða fjármunir til þeirra verða. Þau mál verða tekin fyrir við gerð fjárlaga að hausti.