Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 15:56:40 (8353)

2001-05-19 15:56:40# 126. lþ. 129.38 fundur 732. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (grunnlífeyrir, tekjutryggingarauki, frítekjumark o.fl.) frv. 93/2001, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[15:56]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að engin ákvörðun hefur verið tekin um frekari hækkun á þessu ári. Það væri óábyrgt af mér að gefa yfirlýsingar hér í ræðustól um að slíkt væri í hendi. Ég hef engan rétt til þess að vekja slíkar væntingar. Ég hef sagt að þessi mál verða til frekari meðferðar, til frekari endurskoðunar, og að sjálfsögðu munum við líta á aðstæður þeirra hópa sem hv. þm. hefur nefnt. Það get ég sagt. En ég hef engan rétt til þess að fara að vekja væntingar um frekari hækkanir fram yfir það sem verður fjallað um við gerð fjárlaga í haust. Ekkert liggur fyrir um það og ég vil ekki gera það.

Ég vil vissulega vinna áfram að þessum málum af einlægni og eftir bestu getu. Þetta eru þær yfirlýsingar sem ég get gefið á þessu stigi.