Hafnaáætlun 2001--2004

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 18:55:44 (8389)

2001-05-19 18:55:44# 126. lþ. 129.18 fundur 327. mál: #A hafnaáætlun 2001--2004# þál. 28/126, Frsm. ÁJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[18:55]

Frsm. samgn. (Árni Johnsen) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. ætti að vera kunnugt um það að einkaframkvæmdir eru ekki styrktar á hafnaáætlun. Það munar því. Þar velja menn sjálfir kostina og eiga kvölina og völina.

Líka má benda á að Reykjavíkurhöfn hefur verið að styrkja skipasmíðaiðnaðinn á sínu svæði með kaupum á mannvirkjum, styrkja verulega ákveðna þætti í skipasmíðum og skipaviðgerðum. Sama má segja til að mynda um Hafnarfjarðarhöfn. Hafnarfjörður hefur mjög góðar tekjur af höfninni í Straumsvík, verulegar og umtalsverðar tekjur sem eru á sinn hátt styrkur sem tengist beint hafnarmannvirkjunum á (Gripið fram í.) því svæði.