Hafnaáætlun 2001--2004

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 18:56:27 (8390)

2001-05-19 18:56:27# 126. lþ. 129.18 fundur 327. mál: #A hafnaáætlun 2001--2004# þál. 28/126, ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[18:56]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég las áðan upp og bar saman tekjur hafna árið 1999 og þar inni í er Straumsvík. Hafnarfjörður er með rúm 7%, Vestmannaeyjar með rúm 5%, Reykjavík 39%.

Ég einmitt fagna því mjög að það skuli vera einkaframkvæmd í Hafnarfirði. Ég hefði ekkert út á þessa framkvæmd að setja í Vestmannaeyjum ef hún væri einkaframkvæmd. En þarna er einfaldlega verið að niðurgreiða samkeppni, samkeppni við einkaaðila sem er að framkvæma mjög merka skipastarfsemi í Hafnarfirði. Þar er einkaaðili. En í Vestmannaeyjum og á öðrum stöðum er um ríkisstyrkta framkvæmd að ræða.