Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 22:39:59 (8462)

2001-05-19 22:39:59# 126. lþ. 129.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[22:39]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. hefur farið mikinn í dag í málflutningi sínum. Í gegnum tíðina hef ég ekki verið mikill talsmaður sölu á ríkisfyrirtækjum en þykist þó sjá að eðlilegt sé að ákveðin þjónusta, eins og bankastarfsemi og Landssíminn, verði seld. Ég sé auðvitað fyrir mér að það verður ekki einkavæðing heldur fjöldavæðing. Það mun verða fólkið í lífeyrissjóðunum sem kaupir.

Fyrir nokkrum árum voru lífeyrissjóðir landsmanna gjaldþrota. Nú eiga þeir 600 milljarða og hafa líklega 120 milljarða á ári hverju, segja fróðir menn mér, til að fjárfesta. Mér þykir líklegt að þeir geti tekið við hlutverki ríkisvaldsins og keypt þá hluti sem ber að selja núna í Landssímanum, þess vegna í bankakerfinu.