Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 23:16:00 (8467)

2001-05-19 23:16:00# 126. lþ. 129.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[23:16]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Með einkavæðingu Landssímans er nýfrjálshyggjuliðið í Sjálfstfl. sem vill koma sem flestum sviðum þjóðlífsins í hendur einkaaðila til þess að græða á því að vinna stóran sigur.

Í öðru lagi verður þetta mál nokkuð stór bautasteinn á langri vegferð Framsfl. til hægri í íslenskum stjórnmálum, viðmiðunarpunktur þannig að villugjarnar sálir geta leitað að þeim bautasteini ef þær vilja átta sig á því hvar Framsfl. var einu sinni á vegi staddur. Þegar hæstv. núv. landbrh. verður ráfandi í þoku á ævikvöldi sínu, þá getur hann farið og leitað að þessum bautasteini og svarað sjálfum sér: Hér var ég einu sinni staddur.

Herra forseti. Ég spái því að þetta mál verði ekki til farsældar, a.m.k. ekki því fólki sem byggir hinar strjálu byggðir. Ég segi því nei við þessu frv., herra forseti.