Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 23:18:54 (8471)

2001-05-19 23:18:54# 126. lþ. 129.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[23:18]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Þingheimur hló þegar hann samþykkti að selja Landssíma Íslands, þessa verðmætu þjónustustofnun sem hefur þjónað Íslendingum vel um margra áratuga skeið. Fyrr í dag fór fram umræða um hvernig staðið yrði að þessari sölu. Rifjuð voru upp ummæli hæstv. samgrh. um að ekki stæði til að knýja fram eins hátt verð fyrir söluna og kostur væri. Óskað var eftir nærveru formanns Framsfl., hæstv. utanrrh. og hann spurður um álit í þessu efni. Svörin voru loðin. Þessi stofnun, þessi dýrmæta eign okkar er skilin eftir í höndum hagsmunagæslumanna þjóðarinnar sem duga ekki til slíkra verka.