Fólksflutningar, vöruflutningar og efnisflutningar á landi

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 23:25:54 (8473)

2001-05-19 23:25:54# 126. lþ. 129.16 fundur 634. mál: #A fólksflutningar, vöruflutningar og efnisflutningar á landi# (heildarlög, EES-reglur) frv. 73/2001, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[23:25]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Hér er um það að ræða að frv. kveður á um að leggja eigi sérstakan skatt á þá sem reka vöruflutningaþjónustu. Kjarninn í þessu máli er einfaldlega sá að embættismenn hafa ákveðið að tiltekna fjárhæð vanti til að reka stjórnsýsluna og hér er ætlunin að samþykkja það að leggja á nokkrar milljónir í skatt, sérstaklega á þá sem reka vöruflutningaþjónustu.

Ég held að það sé ágætt, virðulegi forseti, að ríkisstjórnin sitji ein uppi með þetta og því sitjum við hjá.