Hafnaáætlun 2001--2004

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 23:34:37 (8474)

2001-05-19 23:34:37# 126. lþ. 129.18 fundur 327. mál: #A hafnaáætlun 2001--2004# þál. 28/126, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[23:34]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs eru andvígir núverandi áformum um stórvirkjanir á Austurlandi og byggingu álvers á Reyðarfirði. Því er algerlega ótímabært að setja á hafnaáætlun 2001--2004 stóriðjuhöfn á Reyðarfirði. Við getum því ekki stutt það þó svo við styðjum hafnaáætlunina að öðru leyti.