Tóbaksvarnir

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 23:56:40 (8476)

2001-05-19 23:56:40# 126. lþ. 129.37 fundur 345. mál: #A tóbaksvarnir# (markaðssetning, tóbaksmengun o.fl.) frv. 95/2001, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[23:56]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Andi þessa frv. sem hér er lagt fram er mér að mörgu leyti að skapi. Ég hygg hins vegar að menn þurfi aðeins að velta yfir því vöngum hvort sú forsjárhyggja og þau boð og bönn sem hér er verið að leiða í lög sé rétt aðferð til þess að bregðast við tóbaksfíkninni. Ég hef efasemdir um það og treysti mér ekki til þess að fylgja þessu frv. eins og það er lagt fram og þaðan af síður þeim brtt. sem lagðar hafa verið fram til að hnykkja enn frekar á þessari stefnumörkun.

Forvarnir eru af hinu góða en boð og bönn hygg ég að leiði okkur í ógöngur og út í horn sem erfitt er að komast út úr.