Aukaþing Alþingis um byggðamál sumarið 2001

Miðvikudaginn 04. október 2000, kl. 15:02:37 (57)

2000-10-04 15:02:37# 126. lþ. 3.1 fundur 3. mál: #A aukaþing Alþingis um byggðamál sumarið 2001# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 126. lþ.

[15:02]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er mjög rausnarlegt að bjóða upp á þverpólitíska umræðu um byggðamál. Mér fannst hv. þm. taka undir það með mér að byggðamálin eru í sjálfu sér alltaf til umfjöllunar vegna þess að þau tengjast svo mörgu sem er til umræðu.

Það er rétt að fólksflóttinn hefur ekki minnkað. En ef okkur greinir á í þessum málaflokki er það kannski það að ég tel ekki að við leysum þessi vandamál með því að ræða þau einangrað á Alþingi að sumarlagi. Það er skoðun mín.