Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 05. október 2000, kl. 11:12:33 (79)

2000-10-05 11:12:33# 126. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 126. lþ.

[11:12]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég vek athygli á því að ekki einungis það sem hæstv. ráðherra er að minnast á, sanngjarnar leiðréttingar á álagningu fasteignagjalda og annað slíkt, þess sér hvergi stað í fjárlagafrv. Þetta eru því enn bara orð.

Ég vil líka vekja athygli á því, herra forseti, að sú nefnd sem hæstv. fjmrh. vitnaði til átti að vera búin að skila áliti í júní og síðasta opinbera dagsetning var 2. október. Það hefði kannski verið nær að fresta framlagningu fjárlagafrv. því að frv. sem ekki tekur tillit til þessara stóru þátta heldur kemur fram bara til þess að þóknast sjálfum sér á ekki mikið erindi fyrir Alþingi.