Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 05. október 2000, kl. 12:07:11 (89)

2000-10-05 12:07:11# 126. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 126. lþ.

[12:07]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Kristjánssyni fyrir svarið og þessa hugleiðingu. Mér fannst ánægjulegt að heyra að hann kom inn á að það væru tveir flokkar sem stæðu að ríkisstjórninni en ekki bara einn en ástæða þótti til að taka það fram.

Ég verð að vona það, herra forseti, að Framsfl. hafi þann manndóm í sér að standa gegn sölu Landssímans og vinna heldur af heill að þjónustunni út um landið allt.