Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 05. október 2000, kl. 12:25:43 (93)

2000-10-05 12:25:43# 126. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 126. lþ.

[12:25]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég verð fyrir nokkrum vonbrigðum með viðbrögð hv. bjargvættarins frá Flateyri og skilning hans á efnahagsmálum. Kannski þyrftum við að taka upp sérstakan lið í fjárlagafrv. sem héti forvarnastarf og endurmenntun á fjárlaganefndarmönnum. Það þyrfti kannski að taka upp skipulegar forvarnir.

Ekki er ég að mæla með gengislækkun, síður en svo. En ég er að vara við að sú þróun sem nú er haldið fram geti leitt til gengislækkunar í sjálfu sér ef ekki er gripið inn í. Ég lagði til að tekin væri upp ný stefna og nýjar áherslur í uppbyggingu atvinnulífs sem skiluðu auknum tekjum, auknum útflutningi og líka bættri meðferð á vörum og þjónustu og neyslu innan lands. Hafi hv. þm. ekki heyrt þetta get ég látið hann hafa afrit af ræðu minni á eftir.