Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 05. október 2000, kl. 13:56:34 (104)

2000-10-05 13:56:34# 126. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 126. lþ.

[13:56]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því að hv. þm. var líka varaformaður fjárln. á sl. ári. Og hann var líka ábyrgur fyrir því frv. sem þá var lagt fram.

Hver er munurinn? Hefur hann bætt sig eða af hverju eigum við að trúa því að fjárlagafrv. sem nú hefur verið lagt fram sé eitthvað miklu betra? Og sá tekjuafgangur sem hér er nefndur, ég veit ekki betur en að það séu stórir póstar sem eiga þar eftir að koma inn. Þannig eigum við eftir að fá hliðstæða hækkun á tekjum og gjöldum í meðferð frv. Spretta bara peningarnir upp af sjálfu sér eða hvað hefur breyst í vinnubrögðum við fjárlagagerðina frá því í fyrra?