Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 05. október 2000, kl. 15:43:02 (134)

2000-10-05 15:43:02# 126. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 126. lþ.

[15:43]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki með töluna tiltæka í dag hve margir eru á biðlistum. Það hefur gengið býsna vel að saxa á þá á undanförnum mánuðum og missirum. Það hefur verið unnið fyllilega eftir þeirri tillögu sem biðlistanefndin setti fram á sínum tíma 1998. Ég á von á því að innan skamms leysist þau mál með þeim hætti að biðlistarnir verði að baki að mestu leyti.

Ekki hefur enn þá verið tekin endanleg ákvörðun um vaxtakjör eða hvernig verði háttað aðstoð ríkisins við uppbyggingu leiguíbúða.