Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 05. október 2000, kl. 15:44:00 (135)

2000-10-05 15:44:00# 126. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 126. lþ.

[15:44]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ef ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvaða vextir eiga að gilda á leiguíbúðum spyr ég enn hæstv. ráðherra: Er þetta markleysa sem stendur í fjárlagafrv.? Það kemur greinilega fram, að mig minnir á tveimur stöðum, að frá og með næstu áramótum eigi að hækka niðurgreiðslu á vöxtum til leiguíbúða en taka upp markaðsvexti. Þetta er að vísu fjárlagafrv. og það er hægt að breyta þessu þá í fjárlagafrv. með því að setja meiri peninga inn til niðurgreiðslu á vöxtum á leiguíbúðum en það er ekki gert. Þvert á móti er lækkað það framlag sem var til niðurgreiðslu á þessu ári og því næsta og stendur hér skýrum stöfum að taka eigi upp markaðsvexti. Er ráðherrann hæstv. því þá ekki sammála eða er það marklaust sem stendur um þetta í fjárlagafrv.? (ÖJ: Á bls. 489.)