Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 05. október 2000, kl. 17:17:49 (158)

2000-10-05 17:17:49# 126. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 126. lþ.

[17:17]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef ekki miklu að bæta við það sem ég hef áður sagt. Ég þakka hæstv. samgrh. fyrir að koma hér upp og taka undir vangaveltur mínar, um að nauðsynlegum framkvæmdum þar sem væru hugsanlega slysagildrur verði ekki frestað. Það kemur vonandi ekki alvarlega að sök að fresta þeim framkvæmdum sem væntanlega verður gerð grein fyrir. Ég veit að greint mun frá því hverjar þær eru og þá getum við tekist á um þau viðhorf sem uppi eru um þau atriði og þær framkvæmdir sem á að fresta. Þar með hef ég í rauninni fengið það fram sem ég vildi fá, að hér sé ekki um mikilsverðar framkvæmdir að ræða og unnt að koma þessum frestunum við án þess að það verði til stórskaða.