Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 05. október 2000, kl. 18:00:07 (167)

2000-10-05 18:00:07# 126. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 126. lþ.

[18:00]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. ætti að reyna að segja þetta við gamla fólkið sem kveinar og stynur undan þeim byrðum sem þessi ágæti þingmaður hefur lagt á herðar þess ásamt stjórnarliðinu.

En gefum okkar að það sem hv. þm. sagði væri rétt. Gefum okkur að það væri rétt að persónuafslátturinn ætti bara að fylgja hækkun neysluvísitölu. Þá er það einfaldlega þannig, herra forseti, að á þessu ári hækkaði persónuafsláttur í tveimur þrepum alls um 4,4%. Má ég spyrja hv. þm. Einar Odd Kristjánsson: Hvað hækkar vísitala neysluverðs mikið á árinu?

Á ég að svara því fyrir hann með upplýsingum frá ríkisstjórninni? Um meira en heilt prósent. Skilur hann þá sín eigin svik sem hann hefur tekið þátt í gagnvart gamla fólkinu?