Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 05. október 2000, kl. 18:48:34 (180)

2000-10-05 18:48:34# 126. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 126. lþ.

[18:48]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil líka minna á að það voru óskapleg vandræði þegar við vorum með þessi viðmið við lægstu taxta. Ég rakti það fyrr í kvöld í ræðu minni að þetta var til vandræða. Það vildi enginn viðurkenna þessa taxta og við lentum aftur og aftur í því að öll viðleitni til að bæta kjör þeirra sem voru á lægstu töxtunum voru eyðilagðir af því menn meintu ekkert með þessu.

Nú bið ég menn um að láta þessa taxta í friði, fara ekki að hugsa það upp á nýtt að miða við þá, vegna þess að þeir áfangar sem við höfum náð að undanförnu í kjarasamningum --- að hækka lægstu launin sérstaklega, nokkuð sem við ætluðum að gera fyrir 10, 20 árum en tókst ekki --- nú hefur okkur tekist það og þess vegna bið ég um að menn hafi það nú í friði og veri ekki að trufla neinar viðmiðanir við þessa taxta úr því við loksins gátum komist út úr þessari gryfju að liggja svona niðri með lægstu taxtana.