PM fyrir HjálmJ, ÁGunn fyrir PP, ÁE fyrir SJóh, MS fyrir IP, KÓ fyrir ÁJ

Mánudaginn 09. október 2000, kl. 15:03:13 (187)

2000-10-09 15:03:13# 126. lþ. 5.93 fundur 36#B varamenn taka þingsæti#, Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 126. lþ.

[15:03]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Borist hafa svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 1. varaþm. Framsfl. í Reykn., Páll Magnússon framkvæmdastjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Hjálmar Árnason, 10. þm. Reykn.``

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 1. varaþm. Framsfl. í Norðurl. v., Árni Gunnarsson, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Páll Pétursson, 2. þm. Norðurl. v.``

Árni Gunnarsson og Páll Magnússon hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðnir velkomnir til starfa á ný.

Þá hafa borist svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 1. varaþm. Samfylkingarinnar í Reykn., Ágúst Einarsson prófessor, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Sigríður Jóhannesdóttir, 9. þm. Reykn.``

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 1. varaþm. Framsfl. í Vesturl., Magnús Stefánsson framkvæmdastjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Ingibjörg Pálmadóttir, 2. þm. Vesturl.``

Kjörbréf Ágústs Einarssonar og Magnúsar Stefánssonar hafa verið samþykkt. Þeir hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðnir velkomnir til starfa.

Enn fremur hefur borist svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 1. varaþm. Sjálfstfl. í Suðurl., Kjartan Ólafsson framkvæmdastjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Árni Johnsen, 1. þm. Suðurl.``

Kjörbréf Kjartans Ólafssonar hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hann hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.