Ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs

Mánudaginn 09. október 2000, kl. 15:13:49 (193)

2000-10-09 15:13:49# 126. lþ. 5.1 fundur 28#B ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs# (óundirbúin fsp.), ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 126. lþ.

[15:13]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir svörin. Mig langar rétt í lokin að benda á að það er kannski ekki tilviljun hvernig málum er komið í Ísrael. 15. nóvember næstkomandi munu Palestínumenn að öllum líkindum stofna sjálfstætt ríki. Þá verða liðin 12 ár frá því að sjálfstæðisyfirlýsing þeirra var gefin út. Því miður virðist margt benda til þess að innanlandspólitíkin í Ísrael hafi í raun og veru lagt grunninn að þeim átökum sem við höfum orðið vitni að á undanförnum dögum og vikum á hernámssvæðunum.