Ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs

Mánudaginn 09. október 2000, kl. 15:21:32 (199)

2000-10-09 15:21:32# 126. lþ. 5.1 fundur 29#B ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 126. lþ.

[15:21]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Þarna sagði fyrirspyrjandi þunga hluti án þess að nota stór orð. Hann sagði bara hvorki meira né minna en að íslenska ríkisstjórnin hefði lagt blessun sína yfir það að ein og hálf milljón manna hefði látist. (ÖJ: Yfir aðgerðir sem hefðu kallað á slíkt.) Það er auðvitað ekki rétt hjá málshefjanda og ósmekklegt af honum. (ÖJ: Þetta er bara staðreynd.)

(Forseti (GuðjG): Ekki samtal.)

Og númer tvö, varðandi Balkan-atburðina, fyrirspyrjandi, þá var það þannig að þá var Ísland í þeirri stöðu sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsins að ef Ísland studdi ekki þá aðgerð beint þá hefði ekki orðið um aðgerðir að tefla. Ég tel og ríkisstjórnin taldi og utanrrh. taldi að þær aðgerðir væru algjörlega nauðsynlegar og ég tel reyndar að þróunin í Júgóslavíu hafi orðið sú sem hún varð m.a. vegna þeirra aðgerða sem íslenska ríkisstjórnin tók þátt í gripið yrði til þá.