Úttekt á stjórnunar- og eignatengslum milli fyrirtækja

Mánudaginn 09. október 2000, kl. 15:27:36 (203)

2000-10-09 15:27:36# 126. lþ. 5.1 fundur 30#B úttekt á stjórnunar- og eignatengslum milli fyrirtækja# (óundirbúin fsp.), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 126. lþ.

[15:27]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Jú, vinna er hafin og henni mun ljúka eins og ég áður hef sagt áður en þingið fer heim næsta vor. Ég tel miðað við það að þetta er mikil vinna, og ég tek undir það með hv. þm. að þetta er mikilvæg vinna, að bærilega sé að málum staðið af hálfu ráðuneytisins að vinna eins og raun ber vitni vegna þess að ekki er hægt að ætlast til þess að Samkeppnisstofnun eigi fjármuni til þess að fara í svona gríðarlegt verkefni án þess að gert sé ráð fyrir því á fjárlögum. Forsvarsmenn þeirrar stofnunar eru samviskusamir og vilja ekki eyða um efni fram.