Áhrif álvers á Austurlandi

Mánudaginn 09. október 2000, kl. 15:35:21 (210)

2000-10-09 15:35:21# 126. lþ. 5.1 fundur 31#B áhrif álvers á Austurlandi# (óundirbúin fsp.), ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 126. lþ.

[15:35]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Ég vil einungis halda því til haga að ég tel nauðsynlegt að fara miklu betur yfir þetta verkefni vegna þess að áframhaldandi uppbygging, sem leiðir til þenslu\-ástands á höfuðborgarsvæði, leiðir til enn meiri röskunar í byggðamálum að margra mati og full þörf er á því að halda slíku til haga. Þess vegna tel ég, miðað við umfang verkefnisins og vonaðist til þess að hæstv. ráðherra gæti verið sammála mér í því, að full ástæða væri til að fara yfir þessi áform, sérstaklega út frá þeim sjónarhóli hvaða áhrif slíkt hefur á starfsemi landsins í heild en einblína ekki á staðbundnar aðgerðir sem menn halda að muni leysa vandamál eða atvinnuuppbyggingu á mjög afmörkuðu svæði.