Dreifð eignaraðild að viðskiptabönkum og öðrum lánastofnunum

Mánudaginn 09. október 2000, kl. 17:13:33 (245)

2000-10-09 17:13:33# 126. lþ. 5.9 fundur 8. mál: #A dreifð eignaraðild að viðskiptabönkum og öðrum lánastofnunum# (breyting ýmissa laga) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 126. lþ.

[17:13]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það má kalla það frjálshyggjuskoðun eða hvað sem er en engu að síður er þetta hin almenna þróun í heiminum. Og ég held að við Íslendingar munum fylgja henni.

Það verða ekki allar ákvarðanir í þessu samfélagi teknar hér í þingsal og þær verða heldur ekki allar ræddar í þessum ræðustól. Ég held að viðskiptalífið sé fullfært um að reka sig án verulegra afskipta stjórnvalda. Hins vegar þurfa stjórnvöld að sjálfsögðu að skapa rammann um viðskiptalífið, atvinnulífið og efnahagslífið en ekki að hafa þar alls staðar puttann á. Ég trúi því ekki að hv. þm., sem er nú ekki gamall að árum, sé enn þeirrar skoðunar að þessu þjóðfélagi sé best stjórnað héðan af Alþingi --- þá er ég fyrst og fremst að tala um atvinnulífið.