Stefna Íslands í alþjóðasamskiptum

Þriðjudaginn 10. október 2000, kl. 15:17:49 (283)

2000-10-10 15:17:49# 126. lþ. 6.4 fundur 4. mál: #A stefna Íslands í alþjóðasamskiptum# þál., ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 126. lþ.

[15:17]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér er að fullu ljóst að flutningsmönnum þessarar tillögu er umhugað um að gæta sjálfstæðis og fullveldis Íslendinga enda held ég að okkur öllum sé umhugað um það. En það breytir því ekki að það er mín skoðun að ef þessi tillaga yrði samþykkt og íslensk stjórnvöld færu í að reyna að ná tvíhliða samningum á grundvelli EES-samningsins þá gætum við einangrast. Það er ekki þar með sagt að það mundi lukkast, herra forseti, og það er mikill ábyrgðarhluti að leggja fram slíka grundvallarstefnubreytingu um utanríkisstefnu þjóðarinnar.