Verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 11. október 2000, kl. 14:08:21 (372)

2000-10-11 14:08:21# 126. lþ. 7.1 fundur 63. mál: #A verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., ÖS
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 126. lþ.

[14:08]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Mig langar til að benda hæstv. ráðherra á að í fjárlagafrv. kemur fram mikill fjöldi lítilla verkefna undir liðnum ,,Íslenska upplýsingasamfélagið`` sem eru vel til þess fallin að flytja út á land. Ég nefni t.d. rafrænan gagnagrunn um jarðir sem á að gera í landbrn. Hvers vegna er það ekki gert t.d. á Hólum, herra forseti?

Að öðru leyti saknaði ég þess að hæstv. ráðherra greindi frá því hvað liði viðleitni hennar til þess að koma kollegum sínum í ríkisstjórninni til þess verks sem hún lofaði að koma þeim til, að skilgreina hvaða verk undir ráðuneytum þeirra séu til þess fallin að flytja út á landsbyggðina. Það er eitt af verkefnunum sem þeim var sett fyrir samkvæmt byggða\-áætlun og hæstv. ráðherra lofaði að fara í það verkefni. Hvað líður því?

Í öðru lagi, herra forseti, tek ég undir það sem hv. þm. Kristján Möller spurði um áðan: Hvað líður framkvæmd loforða um að flytja störf til Ólafsfjarðar?

Herra forseti. Hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson sagði á ráðstefnu um daginn að landsbyggðinni væri sýnd ótrúleg grimmd. Mér sýnist, herra forseti, að sú grimmd nái inn í raðir ríkisstjórnarinnar.